Innlent

Bíleigandi fær ekki bætt tjón

Maður á fertugsaldri fær ekki bætta rúmlega 2,5 milljón króna Audi-bifreið sem hann lánaði öðrum um mitt sumar árið 2002. Sá sem fékk bílinn lánaðan gjöreyðilagði hann með ofsaakstri um vegþrenginu á Laugavegi fyrir ofan Hlemm og skemmdi fjölda annarra bíla í leiðinni. Dómurinn segir bíleigandann hafa borið ábyrgð á akstrinum að því leyti sem á reyndi í málinu, því hann hafði lánað bílinn. Eigandinn stefndi Sjóvá-Almennum til greiðslu bótanna, en þarf að borga félaginu 200.000 krónur í málskostnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×