Innlent

Þjófar gripnir glóðvolgir

Tveir menn voru handteknir í Reykjavík á aðfararnótt föstudags fyrir árvekni starfsmanna Ríkislögreglustjóra sem tekið höfðu eftir golfsetti við bílageymsludyr embættisins. Settinu hafði verið stolið úr bíl í nágrenninu, en starfsmennirnir biðu þar til þjófana bar að með meira góss. Þeir gistu fangageymslur og voru yfirheyrðir í gær. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ekki óalgengt að þjófar feli þýfi sitt með þessum hætti til að minnka líkur á að vera gripnir með feng sinn. "Í þetta sinn gættu þeir ekki betur að vali á geymslustað."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×