Innlent

Mátti berja mann

Ísfirðingi á þrítugsaldri var ekki gerð refsing í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í andlitið aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar síðastliðins. Sá sem var laminn hruflaðist á nefi og bólgnaði í andliti. Sá sem kýldi lýsti því hjá lögreglu að hann hefði verið nauðbeygður til að slá hinn til að stöðva árás hans á þriðja mann. Dómurinn féllst á að ákærði hefði ekki gengið lengra en þurft hefði til að stöðva þá árás og var ungi maðurinn því sýknaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×