Innlent

Franskur ferðamaður fannst látinn

Franskur ferðamaður sem leitað hafði verið að Fjallabaki fannst látinn um klukkan þrjú í gær. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að komið hafi verið auga á líkið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Markarfljóti fyrir neðan Húsadal í Þórsmörk Fyrr um daginn höfðu björgunarsveitir fundið vísbendingar um að maðurinn hefði lent í vandræðum á leið fyrir Kaldaklofskvísl sem rennur í Markarfljót. Um 80 björgunarsveitarmenn voru við leitina í gær frá sveitum af Suður- og Suðvesturlandi, en henni var stjórnað frá Hellu. Maðurinn hét Christian Aballéa og var fæddur árið 1972. Eftirgrennslan um ferðir hans hófst annan þessa mánaðar þegar hann mætti ekki í flug sem hann átti bókað úr landi. Hann var talinn hafa ætlað að ganga "Laugaveginn" til Þórsmerkur og þaðan yfir Fimmvörðuháls til Skóga. Síðast var vitað um ferðir hans 25. ágúst í ferðamannaskálanum Álftavatni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×