Innlent

Hrapaði ofan í Laxá

Maður fékk höfuðáverka í gærdag er hann hrapaði í Laxá í Laxárdal. Jóhannes Björgvinsson, varðstjóri í Búðardal, fór á slysstað auk læknis og sjúkrabíls. Hann segir manninum hafa orðið fótaskortur ofarlega í brekku: "Hann rennur tuttugu til þrjátíu metra niður mjög bratta grasbrekku. Síðan fellur hann frjálst niður í ána, þrjá metra og þar niður í stórgrýti á botni árinnar." Maðurinn var mikið skorinn á höfði. Hann hafði ásamt öðrum gengið töluvert upp með ánni og voru þeir utan símasambands er slysið varð. Þeir gengu til baka og kölluðu á aðstoð. Maðurinn var fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×