Innlent

Mál í biðstöðu vegna dómaraskipta

Mál ákæruvaldsins vegna banaslyssins við Kárahnjúka í mars á síðasta ári er í biðstöðu vegna dómaraskipta. Ákæra í málinu var gefin út um miðjan apríl á þessu ári og hafa allir ákærðu komið fyrir Héraðsdóm Austurlands við þingfestingu málsins, en þeir eru yfirmenn hjá Arnarfelli, Impregilo og VIJV. Samkvæmt upplýsingum frá héraðsdómi eru öll mál hjá dómstólnum í biðstöðu þar til nýr dómari, Ragnheiður Bragadóttir, kemur þar til starfa. Það verður á fimmtudaginn og má búast við að aðalmeðferð í málinu verði ákveðin fljótlega upp úr því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×