Meistarakeppnin í dag 16. september 2005 00:01 "Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, en lið hans mætir Haukum í Meistarakeppni HSÍ í dag. Hafnarfjarðarfélaginu er spáð mikilli velgengni enn eitt árið í handboltanum en forráðamenn handboltafélaganna á Íslandi spá Haukum Íslandsmeistaratitli í bæði karla- og kvennaflokki. "Það er eðlilegt að Haukum sé spáð velgengni. Það eru margir sterkir leikmenn á mála hjá félaginu og svo eru mörg önnur lið að ganga í gegnum mikið breytingaskeið, þannig að spáin kemur mér ekkert á óvart. En ég á von á því að þetta verði hörkuleikur." Lið ÍR mætir Haukum í karlaflokki en miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi ÍR síðan á síðustu leiktíð auk þess sem Júlíus Jónasson og Finnbogi Sigurbjörnsson hafa skipt um hlutverk, en Júlíus var aðalþjálfari liðsins en er nú orðinn aðstoðarmaður Finnboga. "Við munum fara í þennan leik með það að markmiði að vinna, eins og við gerum alltaf. Það eru margir ungir og efnilegir strákar í hópnum núna sem eru tilbúnir til þess að leggja mikið á sig. Það er okkar markmið að vera í efri hluta deildarinnar," sagði Júlíus. Finnbogi er viss um að leikmenn ÍR verði tilbúnir í slaginn í dag. "Það er mikil tilhlökkun hjá leikmönnum. Spennan er alltaf mikil á þessum árstíma og það verður spennandi að sjá hvernig vertíðin fer af stað. Liðsheildin verður okkar aðalsmerki í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
"Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, en lið hans mætir Haukum í Meistarakeppni HSÍ í dag. Hafnarfjarðarfélaginu er spáð mikilli velgengni enn eitt árið í handboltanum en forráðamenn handboltafélaganna á Íslandi spá Haukum Íslandsmeistaratitli í bæði karla- og kvennaflokki. "Það er eðlilegt að Haukum sé spáð velgengni. Það eru margir sterkir leikmenn á mála hjá félaginu og svo eru mörg önnur lið að ganga í gegnum mikið breytingaskeið, þannig að spáin kemur mér ekkert á óvart. En ég á von á því að þetta verði hörkuleikur." Lið ÍR mætir Haukum í karlaflokki en miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi ÍR síðan á síðustu leiktíð auk þess sem Júlíus Jónasson og Finnbogi Sigurbjörnsson hafa skipt um hlutverk, en Júlíus var aðalþjálfari liðsins en er nú orðinn aðstoðarmaður Finnboga. "Við munum fara í þennan leik með það að markmiði að vinna, eins og við gerum alltaf. Það eru margir ungir og efnilegir strákar í hópnum núna sem eru tilbúnir til þess að leggja mikið á sig. Það er okkar markmið að vera í efri hluta deildarinnar," sagði Júlíus. Finnbogi er viss um að leikmenn ÍR verði tilbúnir í slaginn í dag. "Það er mikil tilhlökkun hjá leikmönnum. Spennan er alltaf mikil á þessum árstíma og það verður spennandi að sjá hvernig vertíðin fer af stað. Liðsheildin verður okkar aðalsmerki í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira