Fleiri borgarbúar vilja Vilhjálm 17. september 2005 00:01 Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Gísli Marteinn Baldursson opnaði kosningaskrifstofu að Aðalstæti sex með pompi og pragt í dag. Nokkur fjöldi mætti til að kynna sér framboð Gísla og til að sýna honum stuðning. Gísli Marteinn segir að hann og stuðningsmenn hans verði á skrifstofunni á hverjum degi fram að kosningum. Skrifstofan hafi verið opnuð til þess að hægt verði að fara að vinna og hitta fólk sem vilji koma með góðar og uppbyggilegar athugasemdir og ábendingar til hans. Einhverjir hafa eflaust rekið augun í það að á nýrri auglýsingamynd af Gísla Marteini er hann með þriggja daga skegg en flestir eru þó vanir að sjá hann nýrakaðann. Síðustu daga hefur hann svo sést í gervi konu í auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur gegn launamuni kynjanna. Aðspurður hvort hann hafi verið að tefla fram karlmannlegri ímynd á móti auglýsingu VR segir Gísli að hann hafi talið það nauðsynlegt að hefja aðeins upp karlmennskuímyndina eftir að hafa verið á síðum blaðanna sem kona síðustu daga. Þetta sé því ágætis mótvægi. Í nýlegri skoðanakönnun IMG Gallup kemur fram að fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra heldur en Gísla Marteini Baldurssyni. Í sömu könnun vildu fleiri Sjálfstæðismenn í borginni sjá Gísla Martein í fyrsta sæti flokksins. Gísli Marteinn segir könnunina mjög jákvæða fyrir sig því þar komi í ljós að sjálfstæðismenn vilji fá hann til að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann fagni því mjög og sé þakklátur því hann hafi talið að það þyrfti meiri tíma til að koma skilaboðum hans og stuðningsmanna hans á framfæri. Á móti komi einnig í ljós að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann í slaginn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geti ekki hugsað sér að hann verði efstur á lista sjálfstæðismanna. Eins og hann sé ánægður með stuðning sjálfstæðismanna sé hann jafnvel enn ánægðari með að vinstrimenn skuli telja hann skeinuhættasta andstæðinginn. Frambjóðendurnir virðast þó ekki túlka niðurstöðurnar á sama hátt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að sér þyki ákaflega vænt um niðurstöðu könnunarinnar því í hans tilfelli sé þetta dómur um hans störf að borgarmálum á mörgum undanförnum málum. Mjög margir í borginni þekki störf hans og þau málefni sem hann hafi barist fyrir. Þess vegna líti hann á niðurstöðuna sem traustsyfirlýsingu til þess að takast á við stjórn borgarinnar sem verði vonandi næsta vor. Vilhjálmur minnir á það að fyrir rúmu ári hafi Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en nú, undir hans forystu, mælist hann með rétt tæplega 54 prósent. Vilhjálmur er klár í slaginn og mun á næstu dögum opna kosningaskrifstofu við Suðurlandsbraut. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Gísli Marteinn Baldursson opnaði kosningaskrifstofu að Aðalstæti sex með pompi og pragt í dag. Nokkur fjöldi mætti til að kynna sér framboð Gísla og til að sýna honum stuðning. Gísli Marteinn segir að hann og stuðningsmenn hans verði á skrifstofunni á hverjum degi fram að kosningum. Skrifstofan hafi verið opnuð til þess að hægt verði að fara að vinna og hitta fólk sem vilji koma með góðar og uppbyggilegar athugasemdir og ábendingar til hans. Einhverjir hafa eflaust rekið augun í það að á nýrri auglýsingamynd af Gísla Marteini er hann með þriggja daga skegg en flestir eru þó vanir að sjá hann nýrakaðann. Síðustu daga hefur hann svo sést í gervi konu í auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur gegn launamuni kynjanna. Aðspurður hvort hann hafi verið að tefla fram karlmannlegri ímynd á móti auglýsingu VR segir Gísli að hann hafi talið það nauðsynlegt að hefja aðeins upp karlmennskuímyndina eftir að hafa verið á síðum blaðanna sem kona síðustu daga. Þetta sé því ágætis mótvægi. Í nýlegri skoðanakönnun IMG Gallup kemur fram að fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra heldur en Gísla Marteini Baldurssyni. Í sömu könnun vildu fleiri Sjálfstæðismenn í borginni sjá Gísla Martein í fyrsta sæti flokksins. Gísli Marteinn segir könnunina mjög jákvæða fyrir sig því þar komi í ljós að sjálfstæðismenn vilji fá hann til að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann fagni því mjög og sé þakklátur því hann hafi talið að það þyrfti meiri tíma til að koma skilaboðum hans og stuðningsmanna hans á framfæri. Á móti komi einnig í ljós að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann í slaginn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geti ekki hugsað sér að hann verði efstur á lista sjálfstæðismanna. Eins og hann sé ánægður með stuðning sjálfstæðismanna sé hann jafnvel enn ánægðari með að vinstrimenn skuli telja hann skeinuhættasta andstæðinginn. Frambjóðendurnir virðast þó ekki túlka niðurstöðurnar á sama hátt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að sér þyki ákaflega vænt um niðurstöðu könnunarinnar því í hans tilfelli sé þetta dómur um hans störf að borgarmálum á mörgum undanförnum málum. Mjög margir í borginni þekki störf hans og þau málefni sem hann hafi barist fyrir. Þess vegna líti hann á niðurstöðuna sem traustsyfirlýsingu til þess að takast á við stjórn borgarinnar sem verði vonandi næsta vor. Vilhjálmur minnir á það að fyrir rúmu ári hafi Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en nú, undir hans forystu, mælist hann með rétt tæplega 54 prósent. Vilhjálmur er klár í slaginn og mun á næstu dögum opna kosningaskrifstofu við Suðurlandsbraut.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira