Vill að ákæruvald verði þrískipt 22. september 2005 00:01 Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt að hann telji rétt að þrískipta ákæruvaldinu. Í dag er valdið tvískipt og handhafar ákæruvalds eru ríkissaksóknari og lögreglustjórar. Þeim til viðbótar vill Bogi fá héraðssaksóknara þannig að ríkissaksóknari taki helst ekki ákvörðun í málum á fysta stigi ákæruvalds. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vill að ákæruvald verði fært frá lögreglustjórum. Aðspurður hvort hann telji ámælisvert fyrir embætti Ríkislögreglustjóra að ákæran í Baugsmálinu hafi ekki verið nægilega skýr segir Ragnar að hann sé ekki viss um að það sé neitt ámælisvert fyrir þær manneskjur sem hafi unnið að gerð ákærunnar. Hann telji fremur fyrirkomulag löggjafarinnar ámælisvert. Áður fyrr hafi dómarar farið með ákæruvald í málum og hafi rekið málið fyrir ákæruvaldið en því hafi verið hætt. Ragnar segir að um tíma hafi ákæruvaldið verið algjörlega sjálfstætt og óháð eins og hann telur að það þurfi að vera. Hann telur það hafa verið mistök að fela Ríkislögreglustjóra ákæruvald í skatta-og efnahagsbrotamálum eins og gert var fyrir nokkrum árum. Ragnar segir vanta upp á að lögreglustjórar hafi sömu vernd í starfi og ríkissaksóknari og hæstaréttardómarar. Þeim sé ætlað að stjórna rannsókn á brotamálum sjálfir og þá eigi þeir að einnig að gefa út ákæruna í málinu sem þeir hafi rannsakað. Það geti enginn maður verið svo hlutlægur og verið fær um að fjarlægjast viðfangsefni sitt og gefið svo út algjörlega sjálfstæða og óháða ákæru sem sé ekki undir áhrifum frá störfum hans við rannsóknina. Þessu til viðbótar segir Ragnar vanta ákvæði í stjórnarskrána um sjálfstæði ákæruvaldsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt að hann telji rétt að þrískipta ákæruvaldinu. Í dag er valdið tvískipt og handhafar ákæruvalds eru ríkissaksóknari og lögreglustjórar. Þeim til viðbótar vill Bogi fá héraðssaksóknara þannig að ríkissaksóknari taki helst ekki ákvörðun í málum á fysta stigi ákæruvalds. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vill að ákæruvald verði fært frá lögreglustjórum. Aðspurður hvort hann telji ámælisvert fyrir embætti Ríkislögreglustjóra að ákæran í Baugsmálinu hafi ekki verið nægilega skýr segir Ragnar að hann sé ekki viss um að það sé neitt ámælisvert fyrir þær manneskjur sem hafi unnið að gerð ákærunnar. Hann telji fremur fyrirkomulag löggjafarinnar ámælisvert. Áður fyrr hafi dómarar farið með ákæruvald í málum og hafi rekið málið fyrir ákæruvaldið en því hafi verið hætt. Ragnar segir að um tíma hafi ákæruvaldið verið algjörlega sjálfstætt og óháð eins og hann telur að það þurfi að vera. Hann telur það hafa verið mistök að fela Ríkislögreglustjóra ákæruvald í skatta-og efnahagsbrotamálum eins og gert var fyrir nokkrum árum. Ragnar segir vanta upp á að lögreglustjórar hafi sömu vernd í starfi og ríkissaksóknari og hæstaréttardómarar. Þeim sé ætlað að stjórna rannsókn á brotamálum sjálfir og þá eigi þeir að einnig að gefa út ákæruna í málinu sem þeir hafi rannsakað. Það geti enginn maður verið svo hlutlægur og verið fær um að fjarlægjast viðfangsefni sitt og gefið svo út algjörlega sjálfstæða og óháða ákæru sem sé ekki undir áhrifum frá störfum hans við rannsóknina. Þessu til viðbótar segir Ragnar vanta ákvæði í stjórnarskrána um sjálfstæði ákæruvaldsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira