Guðjón sá besti í sinni stöðu 27. september 2005 00:01 Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gummersbach, hefur farið á kostum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Hann er á meðal markahæstu manna og Gummersbach með fullt hús stiga eftir 5 umferðir. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, er ákaflega hrifinn af frammistöðu Guðjóns Vals."Hann er besti vinstri hornamaðurinn í deildinni og var það líka í fyrra. Guðjón Valur er öflugur alhliða leikmaður og hefur spilað feikilega vel í haust," sagði Alfreð við Fréttablaðið.Guðjón Valur segir rosalega gaman að fá svona ummæli frá fagmanni eins og Alfreð sem er á meðal fremstu handboltaþjálfara í heiminum. "Ég get ekki sagt að ég skari fram úr öðrum hornamönnum í minni stöðu. Mér og mínu liði hefur gengið vel í haust en mér finnst þetta rökrétt framhald af síðasta vetri þegar ég lék með Essen," segir Guðjón Valur sem varð Evrópumeistari með liðinu í vor.Guðjón Valur lét ekki deigan síga í sumarfríinu og leitaði til Jóns Arnars Magnússonar tugþrautakappa til að koma sér í enn betra form. "Ég fékk Jón Arnar til að pína mig í sumar. Hann samdi æfingaprógamm fyrir mig og ég mætti í ræktina til hans þegar hann var að æfa. Það var frábært að æfa með svona afburða íþróttamanni eins og Jóni Arnari. Í samanburði við hann var ég eins og byrjandi." Þjálfari Gummersbach, Króatinn Velimir Kljaic, sagði í samtali við Fréttablaðið að Guðjón Valur væri vissulega bestur í sinni stöðu og þegar kemur að markaskorun komi hraðinn að góðum notum. "Lars Christiansen og Stefan Kretzschmar eru öðruvísi týpur. Kretzschmar fer fljótlega að hætta og Christiansen er góður þegar það er ekki mikið undir. Guðjón Valur er mjög fjölhæfur leikmaður, alltaf duglegur og hefur góð áhrif á liðsandann." Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gummersbach, hefur farið á kostum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Hann er á meðal markahæstu manna og Gummersbach með fullt hús stiga eftir 5 umferðir. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, er ákaflega hrifinn af frammistöðu Guðjóns Vals."Hann er besti vinstri hornamaðurinn í deildinni og var það líka í fyrra. Guðjón Valur er öflugur alhliða leikmaður og hefur spilað feikilega vel í haust," sagði Alfreð við Fréttablaðið.Guðjón Valur segir rosalega gaman að fá svona ummæli frá fagmanni eins og Alfreð sem er á meðal fremstu handboltaþjálfara í heiminum. "Ég get ekki sagt að ég skari fram úr öðrum hornamönnum í minni stöðu. Mér og mínu liði hefur gengið vel í haust en mér finnst þetta rökrétt framhald af síðasta vetri þegar ég lék með Essen," segir Guðjón Valur sem varð Evrópumeistari með liðinu í vor.Guðjón Valur lét ekki deigan síga í sumarfríinu og leitaði til Jóns Arnars Magnússonar tugþrautakappa til að koma sér í enn betra form. "Ég fékk Jón Arnar til að pína mig í sumar. Hann samdi æfingaprógamm fyrir mig og ég mætti í ræktina til hans þegar hann var að æfa. Það var frábært að æfa með svona afburða íþróttamanni eins og Jóni Arnari. Í samanburði við hann var ég eins og byrjandi." Þjálfari Gummersbach, Króatinn Velimir Kljaic, sagði í samtali við Fréttablaðið að Guðjón Valur væri vissulega bestur í sinni stöðu og þegar kemur að markaskorun komi hraðinn að góðum notum. "Lars Christiansen og Stefan Kretzschmar eru öðruvísi týpur. Kretzschmar fer fljótlega að hætta og Christiansen er góður þegar það er ekki mikið undir. Guðjón Valur er mjög fjölhæfur leikmaður, alltaf duglegur og hefur góð áhrif á liðsandann."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira