Dagur hugar að heimkomu 6. október 2005 00:01 Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Íslands. "Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands." Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. "Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í viðskiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltanum og spila með Val í DHL-deildinni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur." Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Magdeburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dagur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. "Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en vonandi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náðum ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum." Íslenski handboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Íslands. "Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands." Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. "Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í viðskiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltanum og spila með Val í DHL-deildinni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur." Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Magdeburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dagur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. "Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en vonandi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náðum ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum."
Íslenski handboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira