Valur mætir Sjundea í dag 7. október 2005 00:01 Valur mætir í dag Sjundea IF öðru sinni í Evrópukeppninni í handbolta en Valur vann fyrri leikinn með sex marka mun, 33-27 í Finnalandi. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals á von á erfiðum leik, þar sem fyrri leikurinn var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. "Við höfðum undirtökin í fyrrileiknum lengst af en náðum ekki að hrista Finnana af okkur fyrr en undir lokin, en við unnum síðustu fimm mínúturnar með fimm mörkum gegn einu. Þó við höfum unnið fyrri leikinnn með sex marka mun þá er ekki þar með sagt að við séum komnir áfram. Það þarf að klára þetta verkefni og það þurfa allir að vera einbeittir allan leikinn og tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum." Óskar segir það veikja finnska liðið töluvert að vera ekki með neina eiginlega hægri skyttu. "Það er slæmt fyrir Finnana að þurfa að spila með hornamann í skyttuhlutverkinu og það myndast veikleikar í sóknarleik þeirra út frá því. En annars finnst mér við vera með betri markverði og það skiptir auðvitað miklu máli. Bæði Hlynur Jóhannesson og Pálmar Pétursson hafa verið að verja vel í leikjum okkar til þessa. En það eru margir sterkir leikmenn hjá þessu liði sem mega alls ekki fá tíma til þess að ná góðum skotum að markinu þannig að varnarleikurinn verður að vera góður. Það er tilhlökkun í mannskapnum og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja Val áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppninni." Íslenski handboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Sjá meira
Valur mætir í dag Sjundea IF öðru sinni í Evrópukeppninni í handbolta en Valur vann fyrri leikinn með sex marka mun, 33-27 í Finnalandi. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals á von á erfiðum leik, þar sem fyrri leikurinn var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. "Við höfðum undirtökin í fyrrileiknum lengst af en náðum ekki að hrista Finnana af okkur fyrr en undir lokin, en við unnum síðustu fimm mínúturnar með fimm mörkum gegn einu. Þó við höfum unnið fyrri leikinnn með sex marka mun þá er ekki þar með sagt að við séum komnir áfram. Það þarf að klára þetta verkefni og það þurfa allir að vera einbeittir allan leikinn og tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum." Óskar segir það veikja finnska liðið töluvert að vera ekki með neina eiginlega hægri skyttu. "Það er slæmt fyrir Finnana að þurfa að spila með hornamann í skyttuhlutverkinu og það myndast veikleikar í sóknarleik þeirra út frá því. En annars finnst mér við vera með betri markverði og það skiptir auðvitað miklu máli. Bæði Hlynur Jóhannesson og Pálmar Pétursson hafa verið að verja vel í leikjum okkar til þessa. En það eru margir sterkir leikmenn hjá þessu liði sem mega alls ekki fá tíma til þess að ná góðum skotum að markinu þannig að varnarleikurinn verður að vera góður. Það er tilhlökkun í mannskapnum og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja Val áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppninni."
Íslenski handboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Sjá meira