Sport

Fimm leikir á fimm dögum

Stefán Arnarsson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur valið sextán leikmenn í liðið sem tekur þátt í æfingamóti í Hollandi dagana 11. til 15. október næstkomandi. Ásamt Íslandi leika lið Rúmeníu, Tékklands og Slóvakíu á mótinu ásamt A- og B- liði Hollands. Leikið verður á hverjum degi sem mótið fer fram. Hópurinn er annars þannig skipaður: Markmenn eru Berglind Íris Hansdóttir (Val) og Helga Torfadóttir (Haukum). Hornamenn Ásdís Sigurðardóttir (FH), Drífa Skúladóttir (Val), Guðbjörg Guðmannsdóttir (Haukum), Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir (FH), Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Haukum). Línumenn eru Anna Úrsúla Guðmundsdóttir (Levanger HK, Noregi) og Elísabet Gunnarsdóttir (Stjarnan). Þá eru útileikmenn Alla Gokorian (Val), Ágústa Edda Björnsdóttir (Val), Dröfn Sæmundsdóttir (Göppingen, Þýskalandi), Gunnur Sveinsdóttir (FH), Harpa Eyjólfsdóttir (Stjörnunni), Hrafnhildur Skúladóttir (SK Arhus, Danmörku) og Ragnhildur Guðmundsdóttir (Haukum).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×