Innlent

Segist hafa fengið margar fyrirspurnir

MYND/Hari

Og meira tengt flugheiminum. - Flugfélagið Iceland Express er komið á söluskrá og hefur fyrirtækjasviði Kaupþings banka verið falið að annast söluna. Annar eigenda félagsins segist hafa fengið margar fyrirspurnir um félagið.

Skipt var um stjórn í félaginu í gær þar sem stjórnarmennnirnir og eigendurnir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson voru komnir í samkeppni við sjálfa sig eftir að þeir eignuðust talsverðan hlut í FL Group við að selja félaginu flugfélagið Sterling.

Pálmi Haraldsson annar eigandi Fons, sem á Iceland Express, sagðist í morgun hafa fengið margar fyrirspurnir um félagið eftir að ljóst varð að Fons ætlaði að sleja það, bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Hann vildi þó ekki nefna hugsanlegt virði þess, en það er reksturinn sjálfur sem er til sölu því félagið á engar fasteignir eða flugvélar.

Eins og greint var frá nýverið frá hefur orðið viðsnúningur í rekstri félagsins og skilar það nú hagnaði. Þá er það í mikilli markaðssókn og er að fjölga viðkomustöðum á meginlandinu úr tveimur í sjö á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×