Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna.
Umrætt fyrirtæki heitir Atlas og segir blaðið að markmiðið með kaupunum sé að sameina félagið öðrum félögum sem Baugur á hlutdeild í og koma þannig á koppinn risavöxnu norrænu fasteignafélagi. Fyrir á Baugur 30 prósent hlut í Keops sem er stærsta félag Danmerkur á þessu sviði.