Sport

Kromkamp til Liverpool í skiptum fyrir Josemi

Jan Kromkamp (tv) er hér í baráttu við Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum
Jan Kromkamp (tv) er hér í baráttu við Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum NordicPhotos/GettyImages

Nú á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í skiptum Liverpool og Villareal á leikmönnunum Jan Kromkamp og Josemi sem væntanlega ganga í gegn eftir áramótin ef leikmenn klára að semja um kaup og kjör. Kromkamp þessi er hollenskur landsliðsmaður og getur spilað bæði í vörn og á miðju. Hann er 25 ára gamall.

Hvorugur þessara leikmanna hefur átt fast sæti í liði sínu á tímabilinu, en Kromkamp fór til Villareal frá AZ Alkmaar á sínum tíma og hefur spilað átta leiki fyrir Hollenska landsliðið. Josemi var á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn sem Rafa Benitez keypti til Liverpool, en hann kom til félagsins frá Malaga fyrir tvær milljónir punda í fyrra og hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla æ síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×