Indiana-Detroit á Sýn í kvöld 15. maí 2005 00:01 Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Fæstir bjuggust við að Indiana næði að velgja meisturunum undir uggum í seríunni og flestir voru meira að segja farnir að hlakka til að fylgjast með einvígi Miami og Detroit í úrslitum austurdeildarinnar. Lið Indiana hefur sett stórt strik í reikninginn hvað þetta varðar og hefur þaggað niður í öllum gagnrýnendum sínum allar götur síðan þeir slógust við leikmenn Pistons í haust. Reggie Miller hefur leitt sýna menn áfram í gegn um hverja hindrunina á fætur annari og þrátt fyrir að þeir Jermaine O´Neal og Jamaal Tinsley hafi verið að leika meiddir og Ron Artest sé í leikbanni, hefur liðið komið gríðarlega á óvart og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Enginn bjóst við að Indiana myndi vinna fleiri en einn eða tvo leiki gegn Detroit, en liðið hefur nú náð heimavallarréttinum af meisturunum og getur komið sér í afar þægilega stöðu með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Lið Detroit virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana og þó Richard Hamilton eigi í smávægilegum meiðslum, dugar það liðinu hvergi sem afsökun fyrir því að vera lentir undir gegn liði sem á ekki að vera þeim mikil hindrun á pappírunum. Leikurinn í kvöld er því alger lykilleikur fyrir bæði lið og okkar spá er sú að liðið sem vinnur í kvöld, verði það lið sem vinnur seríuna og fer í úrslit austursins. Litlir kærleikar eru á milli þessara liða eins og flestir vita og mikið má vera ef sýður ekki uppúr á einhverjum tímapunkti í leiknum í kvöld, því meistararnir vilja eflaust láta finna fyrir sér og sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:30. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Fæstir bjuggust við að Indiana næði að velgja meisturunum undir uggum í seríunni og flestir voru meira að segja farnir að hlakka til að fylgjast með einvígi Miami og Detroit í úrslitum austurdeildarinnar. Lið Indiana hefur sett stórt strik í reikninginn hvað þetta varðar og hefur þaggað niður í öllum gagnrýnendum sínum allar götur síðan þeir slógust við leikmenn Pistons í haust. Reggie Miller hefur leitt sýna menn áfram í gegn um hverja hindrunina á fætur annari og þrátt fyrir að þeir Jermaine O´Neal og Jamaal Tinsley hafi verið að leika meiddir og Ron Artest sé í leikbanni, hefur liðið komið gríðarlega á óvart og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Enginn bjóst við að Indiana myndi vinna fleiri en einn eða tvo leiki gegn Detroit, en liðið hefur nú náð heimavallarréttinum af meisturunum og getur komið sér í afar þægilega stöðu með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Lið Detroit virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana og þó Richard Hamilton eigi í smávægilegum meiðslum, dugar það liðinu hvergi sem afsökun fyrir því að vera lentir undir gegn liði sem á ekki að vera þeim mikil hindrun á pappírunum. Leikurinn í kvöld er því alger lykilleikur fyrir bæði lið og okkar spá er sú að liðið sem vinnur í kvöld, verði það lið sem vinnur seríuna og fer í úrslit austursins. Litlir kærleikar eru á milli þessara liða eins og flestir vita og mikið má vera ef sýður ekki uppúr á einhverjum tímapunkti í leiknum í kvöld, því meistararnir vilja eflaust láta finna fyrir sér og sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:30.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira