London í dag 10. júlí 2005 00:01 Snemma í morgun voru þrír karlmenn handteknir á Heathrow-flugvelli vegna gruns um tengsl við hryðjuverk. Brian Paddick, aðstoðaryfirlögreluþjónn segir að fólkið sé enn í haldi. Hann segir einnig að það sé beinlínis óviðeigandi og hreinar getgátur að tengja handtökurnar við árásirnar á London síðasliðinn miðvikudag. Hann er ekki tilbúinn til að gefa meiri upplýsingar á þessu stigi málsins. Enn hefur björgunarmönnum ekki tekist að bjarga öllum líkunum úr neðanjarðarlestargöngunum, og er í það minnsta þrjátíu saknað. Kenningunum um hverjir voru að verki í London fjölgar. Marokkómaður sem leitað var í gær liggur ekki lengur undir grun, en annarra er þó leitað, meðal annars Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlending undir fimmtugt, sem sagður er hafa komið á fót hryðjuverkahópum á Bretlandi. Hann mun einnig hafa verið í sambandi við þá sem gerðu árásirnar í Madríd og er sagður samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis. Önnur kenning gengur út á að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til verksins og að þeir hafi jafnframt verið málaliðar á vegum al-Qaeda. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna bendir á í blaðagrein að um þrjúþúsund breskra borgara hafi sótt þjálfunarbúðir al-Qaeda og segir þá hafa verið að verki. Engin kenning hefur verið staðfest. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á lestarstöðvarnar þar sem hryðjuverkin voru framin og lagt þar blóm. Í gærkvöldi varð uppi fótur og fit þegar trúverðug hótun barst yfirvöldum í Birmingham. Í kjölfarið var miðborgin rýmd og á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns var skipað að yfirgefa svæðið. Böggull í strætisvagni var sprengdur í loft upp en ekki reyndist um sprengju að ræða. Lundúnabúar eru eftir sem áður staðráðnir í að láta ekki skelfa sig og ógna: þeir mættu tugþúsundum saman á götur borgarinnar í dag til að hylla þá sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, og kannski til að sýna að harkan sem bjó í Lundúnabúum þá er ennþá til staðar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Snemma í morgun voru þrír karlmenn handteknir á Heathrow-flugvelli vegna gruns um tengsl við hryðjuverk. Brian Paddick, aðstoðaryfirlögreluþjónn segir að fólkið sé enn í haldi. Hann segir einnig að það sé beinlínis óviðeigandi og hreinar getgátur að tengja handtökurnar við árásirnar á London síðasliðinn miðvikudag. Hann er ekki tilbúinn til að gefa meiri upplýsingar á þessu stigi málsins. Enn hefur björgunarmönnum ekki tekist að bjarga öllum líkunum úr neðanjarðarlestargöngunum, og er í það minnsta þrjátíu saknað. Kenningunum um hverjir voru að verki í London fjölgar. Marokkómaður sem leitað var í gær liggur ekki lengur undir grun, en annarra er þó leitað, meðal annars Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlending undir fimmtugt, sem sagður er hafa komið á fót hryðjuverkahópum á Bretlandi. Hann mun einnig hafa verið í sambandi við þá sem gerðu árásirnar í Madríd og er sagður samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis. Önnur kenning gengur út á að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til verksins og að þeir hafi jafnframt verið málaliðar á vegum al-Qaeda. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna bendir á í blaðagrein að um þrjúþúsund breskra borgara hafi sótt þjálfunarbúðir al-Qaeda og segir þá hafa verið að verki. Engin kenning hefur verið staðfest. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á lestarstöðvarnar þar sem hryðjuverkin voru framin og lagt þar blóm. Í gærkvöldi varð uppi fótur og fit þegar trúverðug hótun barst yfirvöldum í Birmingham. Í kjölfarið var miðborgin rýmd og á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns var skipað að yfirgefa svæðið. Böggull í strætisvagni var sprengdur í loft upp en ekki reyndist um sprengju að ræða. Lundúnabúar eru eftir sem áður staðráðnir í að láta ekki skelfa sig og ógna: þeir mættu tugþúsundum saman á götur borgarinnar í dag til að hylla þá sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, og kannski til að sýna að harkan sem bjó í Lundúnabúum þá er ennþá til staðar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira