Undrandi á Deep Throat 2. júní 2005 00:01 Blaðamenn Washington Post, sem áttu einna stærstan þátt í að fletta ofan af Watergate-hneykslinu, segjast enn þann dag í dag ekki vita hvers vegna Mark Felt, starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, hafi ákveðið að veita þeim upplýsingar. Síðustu þrjá áratugi hefur Felt verið nefndur „Deep Throat“, enda mátti telja þá á fingrum annarrar handar sem vissu á honum deili. Það breyttist allt í gær þegar Felt gekkst við því að vera persónan Deep Throat sem miðlaði upplýsingum um spillingarmálið sem tengdi anga sína til Hvíta hússins og leiddi til afsagnar Richards Nixons Bandaríkjaforseta. Blaðamennirnir, þeir Bob Woodward og Carl Bernstein, segja Felt hafa verið tregan til að veita þær; nánast hafi þurft að draga þær upp úr honum með töngum. Þeir vísa á bug þeirri gagnrýni sem fyrrum stuðningsmenn Nixons hafa sett fram um að Felt hefði frekar átt að segja af sér ef honum ofbauð framferði stjórnvalda. Þá gegndi Felt embætti aðstoðarforstjóra bandarísku alríkislögreglunnar. Blaðamennirnir eru þó enn í vafa um það hvað hafi gert útslagið svo úr varð að Felt leysti frá skjóðunni. Bernstein segir augljóst að hann hafi viljað binda enda á þá glæpamennsku og stjórnarskrárbrot sem átti sér stað. „Og miðað við þær fréttir sem við skrifuðum - þetta eru bara vangaveltur - en þetta hefur kannski verið eina örugga leiðin. Allar hinar stofnanirnar voru spilltar á þessum tíma,“ segir Bernstein. Sjálfur hefur Felt sagt að honum hafi fundist fram hjá sér gengið þegar Nixon skipaði Patrick Gray forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar en Gray þessi var einn þeirra fjölmörgu sem flæktust inn í Watergate-hneykslið. Woodward telur að sú ráðning hafi verið vendipunkturinn í ákvarðanatöku Felts. Hann hafi í kjölfarið orðið einn af fjölmörgum heimildarmönnum blaðamannanna þegar þeir byrjuðu að skrifa um Watergate-málið. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Blaðamenn Washington Post, sem áttu einna stærstan þátt í að fletta ofan af Watergate-hneykslinu, segjast enn þann dag í dag ekki vita hvers vegna Mark Felt, starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, hafi ákveðið að veita þeim upplýsingar. Síðustu þrjá áratugi hefur Felt verið nefndur „Deep Throat“, enda mátti telja þá á fingrum annarrar handar sem vissu á honum deili. Það breyttist allt í gær þegar Felt gekkst við því að vera persónan Deep Throat sem miðlaði upplýsingum um spillingarmálið sem tengdi anga sína til Hvíta hússins og leiddi til afsagnar Richards Nixons Bandaríkjaforseta. Blaðamennirnir, þeir Bob Woodward og Carl Bernstein, segja Felt hafa verið tregan til að veita þær; nánast hafi þurft að draga þær upp úr honum með töngum. Þeir vísa á bug þeirri gagnrýni sem fyrrum stuðningsmenn Nixons hafa sett fram um að Felt hefði frekar átt að segja af sér ef honum ofbauð framferði stjórnvalda. Þá gegndi Felt embætti aðstoðarforstjóra bandarísku alríkislögreglunnar. Blaðamennirnir eru þó enn í vafa um það hvað hafi gert útslagið svo úr varð að Felt leysti frá skjóðunni. Bernstein segir augljóst að hann hafi viljað binda enda á þá glæpamennsku og stjórnarskrárbrot sem átti sér stað. „Og miðað við þær fréttir sem við skrifuðum - þetta eru bara vangaveltur - en þetta hefur kannski verið eina örugga leiðin. Allar hinar stofnanirnar voru spilltar á þessum tíma,“ segir Bernstein. Sjálfur hefur Felt sagt að honum hafi fundist fram hjá sér gengið þegar Nixon skipaði Patrick Gray forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar en Gray þessi var einn þeirra fjölmörgu sem flæktust inn í Watergate-hneykslið. Woodward telur að sú ráðning hafi verið vendipunkturinn í ákvarðanatöku Felts. Hann hafi í kjölfarið orðið einn af fjölmörgum heimildarmönnum blaðamannanna þegar þeir byrjuðu að skrifa um Watergate-málið.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira