Mílanóliðin AC og Inter söxuðu á forskot Juventus á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag, en liðin unnu bæði sannfærandi 4-0 sigra á andstæðingum sínum.
Inter er í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Juventus, en AC Milan er í því þriðja. Inter sigraði Reggina auðveldlega 4-0 á útivelli, þar sem Pizarro, Adriano, Martins og Cordoba skoruðu eitt mark hver, en grannar þeirra í AC Milan sigruðu Messina með sama mun með tveimur mörkum frá Shevchenko og einu frá Pirlo og Gilardino.