Sport

Rekinn eftir aðeins sex leiki

Grindvíkingar hafa sagt upp samningi sínum við bandaríska bakvörðinn Taron Barker sem kom til liðsins um áramótin eftir að Darrel Lewis fékk íslenskan ríkisborgararétt. Þetta kom fyrst fram á heimasíðu Víkurfrétta í gær. Grindavíkurliðið lék sex leiki með Barker innanborðs og tapaði fimm þeirra, þar af tvisvar fyrir Hamar/Selfoss í sömu vikunni, bæði í deild og bikar. Barker skoraði 9,7 stig og gaf 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann nýtti aðeins 33,3% skota sinna, 20 af 60, í leikjunum sex. Grindvíkingar töpuðu síðasta leik fyrir Fjölni á heimavelli sínum á sunnudagskvöldið þar sem liðið tapaði síðustu fjórum mínútum leiksins með tólf stigum, 7-19, eftir að hafa verið átta stgum yfir um miðjan fjórða leikhluta. Það eru tíu dagar í næsta leik Grindavíkur sem verður gegn Tindastól á Sauðárkróki og því nægur tími fyrir Grindvíkinga að ná sér í nýjan leikmann en Barker er annar erlendi leikmaður liðsins sem yfirgefur það í vetur, Justin Miller fór af persónulegum ástæðum fyrir áramót. Gengi Grindavíkur í Intersportdeildinni:Fyrir komu Barker: 6-5 (54%) Með Barker innanborðs: 1-4 (20%)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×