Sport

Ég og Tryggvi hugsum svipað

„Þetta er algjör snilld og hefur verið draumur síðan ég byrjaði fyrst í boltanum. Nú er bara að vona að mörkin verði fleiri." sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir leikinn þegar hann var spurður að því hvernig væri að spila fyrir íslenska landsliðið. Gunnar spilaði vel í þessum tveimur leikjum, gegn Ungverjum og svo gegn Möltu. Hann náði að skora sitt fyrsta landsliðsmark í gær þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins og kom Íslandi yfir. „Það kom langur á bolta á Tryggva og ég held að við hugsum svipað, hann vissi að ég var mættur þarna. Ég kallaði og hann sá mig og gaf fyrir í fyrsta og ég náði að skalla inn." sagði Gunnar. „Þessi leikur var fínn á köflum en ansi erfitt að brjóta ísinn þegar þeir voru eitthvað níu í teignum en um leið og það gekk þá vissum við að þetta yrði auðveldara. Fyrir leikinn vissum við að þetta yrði bara þolinmæðisvinna. Við vorum síðan klaufar að fá þetta mark á okkur en náðum síðan fljótlega að svara fyrir það, sem betur fer." -egm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×