115 kærur Manchester City teknar fyrir á mánudag Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2024 14:42 Formleg réttarhöld hefjast á mánudag vegna meintra fjármálabrota Manchester City. EPA Réttarhöld vegna 115 ákæra ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota hefst á mánudaginn. City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. Málið hefur verið til umræðu um hríð en réttarhöldin hefjast á mánudag samkvæmt Sky Sports. City vann deildina þrisvar á þessu níu ára tímabili en félagið neitar alfarið sök í málinu. Hvað er Manchester City ákært fyrir? Meðal ákæra á hendur City er að þeir hafi ekki upplýst að fullu um fjárhagslega þóknun sem einum af stjórnendum þeirra voru greidd á fjögurra ára tímabili. Tillagan er sú að það hafi verið leynilegur samningur og að stjórnandinn hafi fengið mun hærri laun en opinberlega var gefið upp. Enska úrvalsdeildin heldur því einnig fram að City hafi ekki farið að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi yfir fimm ára tímabil. Þeir fullyrða einnig að fulltrúar Manchester City hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar á málinu. Hvað gæti orðið um City? Everton hefur þegar fundið fyrir stigafrádrætti vegna brota sem þessara, en stig voru dregin af félaginu í fyrra. Refsing vegna málsins gæti verið frá sektum og stigafrádrætti í það að vera vísað úr deildinni. Það þykir þó ólíklegt og væri talin öfgakennd refsing. Hvenær verður ákvörðun tekin? Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Búist er við því að formleg réttarhöld óháðu nefndarinnar muni standa yfir í allt að tvo mánuði, þar sem bæði úrvalsdeildin og City munu leggja fram gögn fyrir nefndina. Nefndin mun þá fara og skoða öll sönnunargögn áður en ákvörðun er tekin. Búist er við að það ferli taki nokkra mánuði vegna umfangs gjalda og magn upplýsinga sem á að fara yfir. Verði niðurstaðan sekt City eru allar líkur á því að félagið áfrýi því og tekur þá við nýtt ferli. Hvað hefur City sagt? Þegar ákærurnar voru fyrst tilkynntar í febrúar 2023 sagði City að félagið væri „undrandi“ yfir ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar. Auk þess að láta í ljós undrun sína á ákærunum, sagðist City einnig hafa lagt til „mikið magn ítarlegra gagna“ í té rannsakenda við rannsókn úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. Málið hefur verið til umræðu um hríð en réttarhöldin hefjast á mánudag samkvæmt Sky Sports. City vann deildina þrisvar á þessu níu ára tímabili en félagið neitar alfarið sök í málinu. Hvað er Manchester City ákært fyrir? Meðal ákæra á hendur City er að þeir hafi ekki upplýst að fullu um fjárhagslega þóknun sem einum af stjórnendum þeirra voru greidd á fjögurra ára tímabili. Tillagan er sú að það hafi verið leynilegur samningur og að stjórnandinn hafi fengið mun hærri laun en opinberlega var gefið upp. Enska úrvalsdeildin heldur því einnig fram að City hafi ekki farið að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi yfir fimm ára tímabil. Þeir fullyrða einnig að fulltrúar Manchester City hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar á málinu. Hvað gæti orðið um City? Everton hefur þegar fundið fyrir stigafrádrætti vegna brota sem þessara, en stig voru dregin af félaginu í fyrra. Refsing vegna málsins gæti verið frá sektum og stigafrádrætti í það að vera vísað úr deildinni. Það þykir þó ólíklegt og væri talin öfgakennd refsing. Hvenær verður ákvörðun tekin? Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Búist er við því að formleg réttarhöld óháðu nefndarinnar muni standa yfir í allt að tvo mánuði, þar sem bæði úrvalsdeildin og City munu leggja fram gögn fyrir nefndina. Nefndin mun þá fara og skoða öll sönnunargögn áður en ákvörðun er tekin. Búist er við að það ferli taki nokkra mánuði vegna umfangs gjalda og magn upplýsinga sem á að fara yfir. Verði niðurstaðan sekt City eru allar líkur á því að félagið áfrýi því og tekur þá við nýtt ferli. Hvað hefur City sagt? Þegar ákærurnar voru fyrst tilkynntar í febrúar 2023 sagði City að félagið væri „undrandi“ yfir ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar. Auk þess að láta í ljós undrun sína á ákærunum, sagðist City einnig hafa lagt til „mikið magn ítarlegra gagna“ í té rannsakenda við rannsókn úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira