Sport

Valur lagði FH

Valsmenn unnu dramatískan sigur á FHingum í Kaplakrika í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, en það var Baldvin Þorsteinsson sem skoraði sigurmark Vals úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn, lokastaðan 29-28. FHingar voru yfir 16-12 í hálfleik, en misstu flugið í síðari hálfleiknum og töpuðu fimmta leik sínum í röð í deildinni og eru enn án sigurs. Baldvin Þorsteinsson var markahæstur í liði Vals og skoraði 9 mörk, en Elvar Friðriksson kom næstur með 8, flest þeirra í síðari hálfleik. Heiðar Örn Arnarsson var markahæstur FHinga með 8 mörk. Íslandsmeistarar Hauka gerðu góða ferð norður á Akureyri og lögðu þar KA, 24-21. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×