Innlent

Raddir þingmanna á netinu

Síðan í haust hefur verið hægt að hlusta á raddsýnishorn alþingismanna á vef þingsins, althingi.is. Solveig K. Jónsdóttir, ritstjóri vefsins, segir að þetta sé bæði til gamans gert og eins svo fólk geti í framtíðinni rifjað upp hvernig rödd hvers og eins þingmanns hljómaði. Þegar er hægt að hlusta á raddsýnishorn allra núverandi þingmanna og er unnið að því í hjáverkum að bæta þeim inn sem áður sátu á þingi. Skipulögð hljóðritun þingræðna hófst 1952 en eitthvað er til af eldri upptökum. Þegar fram líða stundir verður hægt að hlusta á brot úr ræðum allra sem setið hafa á þingi frá þeim tíma. Solveig segir ekki fylgst með því hve mikið þessi nýjung á vefnum er notuð og því er ómögulegt að segja til um það hvaða þingmenn er mest hlustað á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×