Innlent

Aðför að landsbyggðinni

Stjórn Vinstri grænna í Skagafirði mótmælir hugmyndum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Stjórnin segir að nú þegar hafi ráðstafanir stjórnvalda leitt til umtalsverðra hækkana á orkuverði og hvetur þingmenn um að hafna hugmyndum ráðherra sem séu "aðför að landsbyggðinni". Þá telur stjórnin að áform ráðherra séu svik á loforðum sem stjórnvöld gáfu þegar Orkubú Vestfjarða og Rafveita Sauðárkróks voru seld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×