Sport

Ég er fasisti, ekki rasisti

Paolo di Canio vill meina að hann sé misskilinn fyrir kveðjur sínar
Paolo di Canio vill meina að hann sé misskilinn fyrir kveðjur sínar AFP

Hinn umdeildi Paolo di Canio hjá Lazio á Ítalíu heldur áfram að valda fjaðrafoki með fasistakveðjum sínum á knattspyrnuvellinum og hefur verið sektaður og dæmdur í leikbann í kjölfarið. Sjálfur segist hann aðeins vera misskilinn og hefur nú tekið það skýrt fram að hann sé fasisti - ekki rasisti.

"Ég er fasisti, en ég er ekki rasisti," sagði Di Canio í samtali við ítalska fjölmiðla fyrir helgina. "Ég heilsa á þennan hátt eins og vinur til vinar," sagði hann og vísaði í orðfæri stuðningsmanna einræðisherrans Benito Mussolini. "Bendingar mínar með hendinni eru kveðjur til fólks míns, en eru ekki ætlaðar til þess að koma af stað ofbeldi og eru alls ekki ætlaðar sem kynþáttafordómar í garð eins eða neins," sagði Di Canio, sem virðist ekki á þeim buxunum að láta af hinum umdeildu siðum sínum á knattspyrnuvellinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×