Erlent

Skuldir Íraka felldar niður?

Stjórnmálamenn frá áttatíu löndum eru samankomnir í Brussel til þess að ræða framtíð Íraks. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Evrópusambandsins og ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Meðal þess sem búist er við að lagt verði til á fundinum er að stjórnvöld í Írak sjái til þess að súnnítar í Írak fái að taka fullan þátt í að móta framtíð lands síns. Þá er einnig búist við að fundarmenn leggi til að skuldir Íraka verði að miklu leyti felldar niður og þeim boðið að taka þátt í starfi alþjóðastofnana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×