Erlent

Blair: ESB verði endurskilgreint

Það verður að endurskilgreina Evrópusambandið í grundvallaratriðum. Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á fundi með Evrópuþinginu í morgun. Hann segir enga skömm felast í því fyrir sambandið að fara í gegnum endurnýjun, enda séu nærri fimmtíu ár liðin frá stofnum þess. Það sé rangt að hamra í sífellu á því að Evrópusambandið verði annað hvort sambandsríki eins og Bandaríkin eða einungis viðskiptabandalag, enda kalli nýir tímar á það að menn láti af svo svart-hvítri hugsun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×