Innlent

Mál F.f. þingfest í dag

Mál ríkislögreglustjóra gegn tíu stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í dag þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Frjáls fjölmiðlun fór á hausinn fyrir þremur árum og var gjaldþrotið eitt hið stærsta í íslenskri viðskiptasögu. Kröfur í þrotabúið námu um 2,2 milljörðum króna en aðeins fengust um 300 milljónir upp í kröfurnar. Fyrirtækið rak meðal annars DV og Fréttablaðið og var í meirihlutaeigu feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar. Flestir sakborninganna eru ákærðir fyrir vangoldinn virðisaukaskatt og staðgreiðslu. Ragnar Hall, lögmaður Sveins, segir mikilvægt að mál, sem hlotið hafi alla þessa fjölmiðlaathygli og staðið yfir í heil þrjú ár, skuli loks komið til meðferðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×