Sport

Bryant fær tveggja leikja bann

Kobe Bryant er hér vankaður á svip eftir höggið frá Mike Miller, en hann átti svo sannarlega eftir að láta finna fyrir sér þegar hann sneri til baka saumaður
Kobe Bryant er hér vankaður á svip eftir höggið frá Mike Miller, en hann átti svo sannarlega eftir að láta finna fyrir sér þegar hann sneri til baka saumaður NordicPhotos/GettyImages

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Mike Miller hjá Memphis ljótt olnbogaskot í leik liðanna á miðvikudagskvöldið. Höggið var einsskonar hefndarhögg hjá Bryant, sem fékk skurð á augað eftir Miller og svaraði hressilega fyrir sig þegar hann sneri aftur á völlinn með fimm spor saumuð í andlitið á sér.

Bryant sagðist eftir leikinn ekki sjá eftir neinu og varði gjörðir sínar og gott ef það hefur ekki orðið til að forráðamenn deildarinnar ákváðu að dæma hann í bann. "Ég er bara alveg steinhissa á þessu. Ég hef sjálfur verið hamraður í gólfið einum tvisvar sinnum í vetur, en svo fæ ég bann fyrir svona villu. Ég er ekki sáttur við það," sagði Bryant, sem sagðist aðeins hafa verið að sýna ungu mönnunum í liðinu gott fordæmi með því að taka hart á manni sem vogaði sér að keyra í átt að körfunni.

"Ég er leiðtogi þessa liðs og því verð ég að sýna strákunum hvernig menn gera hlutina. Það er ekki hægt að menn fái að hlaupa í gegn um vörn okkar eins og ekki neitt," sagði Bryant.

Innanbúðarmenn urðu vitni að því þegar Bryant gekk af velli með skurðinn eftir Miller og var leiddur til búningsherbergja til að verða saumaður, en þá hrópaði hann til Miller; "Það er allt í lagi með mig, Mike, hafðu ekki áhyggjur. Ég kem fljótt aftur, djöflamergur," á Bryant að hafa kallað á andstæðing sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×