Sport

Markalaust á Old Trafford

Ruud Van Nistelrooy og félagar í Manchester United ætla ekki að fara auðveldu leiðina í riðli sínum í Meistaradeildinni
Ruud Van Nistelrooy og félagar í Manchester United ætla ekki að fara auðveldu leiðina í riðli sínum í Meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages

Leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni er lokið. Manchester United náði ekki að leggja vængbrotið lið Villareal á heimavelli sínum og því eru möguleikar liðsins ekki glæsilegir í riðlinum. Bayern Munchen burstaði Rapid Vín 4-0 og Arsenal stal sigrinum gegn Thun í blálokin.

Það var Robert Pires sem skoraði mark Arsenal gegn Thun úr vítaspyrnu á 88. mínútu, en Arsenal lék manni fleiri frá 36. mínútu þegar einum leikmanna Thun var vikið af leikvelli.

Barcelona sigraði Werder Bremen 3-1 á heimavelli sínum. Gabri, Ronaldinho og Larsson skoruðu fyrir spænska liðið, en Borowski skoraði úr vítaspyrnu fyrir þýska liðið.

Juventus vann Club Brugge 1-0 með marki frá Del Piero á 80. mínútu, Lille og Benfica skyldu jöfn 0-0, Pananthinaikos tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Udinese eftir að hafa verið yfir nær allan leikinn, Ajax lagði Spörtu frá Prag 2-1 og Bayern Munchen burstaði Rapid Vín 4-0 með tveimur mörkum frá Roy Makaay og sitt hvoru markinu frá þeim Deisler og Karimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×