Innlent

Stöðugleiki tryggður segir Halldór

Að mati forsætisráðherra er efnahagslegur stöðugleiki tryggður og bagalegri óvissu rutt úr vegi með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá í gær.

Alþýðusambandið og vinnuveitendur eiga hrós skilið fyrir að ná í gær samkomulagi um breytingar á kjarasamningum, sagði Halldór Ásgrímsson kynnti forsætisráðherra á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum í morgun. Halldór sagði að með samningum væri rútt úr vegi mikilli óvissu þar senm hgæér hefði ríkt mikil spenna. Halldór Ásgrímsson telur einnig að mikil hjöðnun sé framundano og því telur hann mikilvægt að lendingin verði farsæl.

Í samkomulaginu frá í gær, -felst meðal annars að atvinnuleysisbætur verða hækkaðar og tekjutengdar í fyrsta sinn og að ríkið hleypur undir bagga með lífeyrissjóðunum vegna örorkubóta með tveimur milljörðum króna árlega. Ríkið ætlar einnig að leggja til hundrað milljónir, strax á næsta ári, -til að auka starfsmenntun, sérstaklega íslenskukennslu útlendinga. Halldór sagði að mikið af fólki ynni hérlendis af erlendum uppruna sem ekki talaði málið nægilega vel og því hefði verið ávkeðið að efla þessa kennslu til þess að gera fólki af erlendum uppruna auðveldara að lifa og starfa í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×