Sport

Forlan mætir gömlu félögunum

NordicPhotos/GettyImages
Manchester United mætir í kvöld spænska liðinu Villarreal í Meistaradeild Evrópu en Villarreal hefur aldrei áður komist svo langt í Evrópukeppni. Diego Forlan, sem lék með Manchester United áður en hann fór til Villarreal fyrir síðustu leiktíð, ætlar sér að sýna sínar bestu hliðar í kvöld en hann var markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 25 mörk. "Ég hef lengi beðið eftir þessum leik. Mér leið vel hjá Manchester United en ég hef hins vegar fengið tækifæri til þess að sýna hvað í mér býr hjá Villarreal og ég ætla mér að skora gegn Manchester," sagði Forlan. Stórliðin Juventus, Bayern München og Barcelona verða einnig í eldlínunni í kvöld. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, mun stýra sínum mönnum gegn þýska liðinu Werder Bremen og vonast til þess að liðið sýni sitt rétta andlit. "Við munum spila sóknarknattspyrnu, eins og alltaf. Það eru nokkrir leikmenn tæpir vegna meiðsla en ég mun stilla upp sterku liði sem er líklegt til þess að vinna leikinn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×