Segir Íraksumræðu á villigötum 8. janúar 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir umræðu hér á landi um stuðning Íslands við innrásina í Írak á villigötum. Þá undrast hann að Gallup skuli hafa tekið þátt í uppþoti stjórnarandstöðunnar með því að kanna hug landsmanna til stríðsins. Spurningin hefði verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni. Í könnun Gallups var spurt: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum? Nei sögðu 84 prósent. Davíð Oddsson segir að með sama hætti ætti að spyrja: Viltu að Saddam Hussein verði áfram við völd í Írak? Hann gerir ráð fyrir að sambærilegar tölur fengjust í þeirri spurningu. Svona spurningar séu ekki mikið innlegg í umræðuna. Davíð segir að hvergi annars staðar sé rætt um að fara af listanum en stundum sé hér rætt um dellu eins og þessa. Fyrir umræðunni standi stjórnarandstaðan. Fjölmiðlar spili undir þessa vitleysu, hann sé svolítið hissa á því. Davíð líkir þessu við uppskurð sem hann fór í vegna veikinda sinna. Hann hafi skrifað undir samþykki við uppskurðinum í júlí. Hann spyr hvort hann eigi að taka samþykkið til baka. Hann spyr einnig hvað það hafi með uppskurðinn að gera og segir að hann yrði sendur inn á geðdeild ef hann færi upp á Landspítala og segðist ætla að taka samþykki sitt til baka. Davíð segir að þegar spurt sé um vitleysisatriði af þessu tagi fái menn svör eins og í skoðanakönuninni. Hann spyr hverju fólk eigi að svara og bætir við að hann hefði kannski verið í vandræðum með að svara spurningu af þessu tagi, hún sé svo vitlaus. Davíð var inntur eftir því hvort ekki væri verið að gagnrýna þá ákvörðun sem tekin hefði verið í upphafi, að Ísland væri hópi ríkja sem styddu innrásina í Írak. Davíð svaraði því svo að Íslendingar væru ekki í neinum sérstökum hópi, sú pólitíska ákvörðun hafi verið tekin að það kæmi til greina að fylgja eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna ef Saddam Hussein léti ekki skipast. Þessa ákvörðun hafi þrír fjórðu hlutar NATO-ríkjanna líka tekið og því hafi Ísland ekki verið í undarlegum hópi. Ályktanirnar hafi ekki verið innantómar hótanir og Sameinuðu þjóðirnar og hinn frjálsi heimur hafi meint þetta. Davíð sagði enn fremur að umræðan væri undarleg. Rætt væri um að Íslendingar væru á einhverjum lista sem sæi um sprengingar í Írak og því miður hafi fréttamenn tekið þátt í þessum undarlega leik stjórnarandstöðunnar. Það sýndi að þeir væru ekki á mjög háu plani. Misvísandi upplýsingar hafa borist um það hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur í utanríkismálanefnd Alþingis. Formaður Framsóknarflokksins hefur staðhæft að svo hafi verið, ólíkt Jónínu Bjartmarz, fulltrúa flokksins í nefndinni. Davíð segir að hugsanlega geti menn sagt að formlega hafi málið ekki komið fyrir utanríkismálanefnd. Það sé umræða af sama meiði sem hann velti fyrir sér hvort hann eigi að taka þátt í. Stefna allra fulltrúa í utanríkismálanefnd hafi legið fyrir. Stjórnarflokkarnir hafi stutt að hótunum um valdbeitingu gagnvart Saddam Hussein kynni að þurfa að fylgja eftir. Það hafi legið fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hafi verið á móti valdbeitingu en enginn hafi vitað hvaða afstöðu Samfylkingin hefði haft í þessu máli eða öðrum. Það hefði engu breytt þótt formlegur fundur hefði verið haldinn í nefndinni. Um pólitíska yfirlýsingu hafi verið að ræða og þeir sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar séu þeir sem hafi gefið hana samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir umræðu hér á landi um stuðning Íslands við innrásina í Írak á villigötum. Þá undrast hann að Gallup skuli hafa tekið þátt í uppþoti stjórnarandstöðunnar með því að kanna hug landsmanna til stríðsins. Spurningin hefði verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni. Í könnun Gallups var spurt: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum? Nei sögðu 84 prósent. Davíð Oddsson segir að með sama hætti ætti að spyrja: Viltu að Saddam Hussein verði áfram við völd í Írak? Hann gerir ráð fyrir að sambærilegar tölur fengjust í þeirri spurningu. Svona spurningar séu ekki mikið innlegg í umræðuna. Davíð segir að hvergi annars staðar sé rætt um að fara af listanum en stundum sé hér rætt um dellu eins og þessa. Fyrir umræðunni standi stjórnarandstaðan. Fjölmiðlar spili undir þessa vitleysu, hann sé svolítið hissa á því. Davíð líkir þessu við uppskurð sem hann fór í vegna veikinda sinna. Hann hafi skrifað undir samþykki við uppskurðinum í júlí. Hann spyr hvort hann eigi að taka samþykkið til baka. Hann spyr einnig hvað það hafi með uppskurðinn að gera og segir að hann yrði sendur inn á geðdeild ef hann færi upp á Landspítala og segðist ætla að taka samþykki sitt til baka. Davíð segir að þegar spurt sé um vitleysisatriði af þessu tagi fái menn svör eins og í skoðanakönuninni. Hann spyr hverju fólk eigi að svara og bætir við að hann hefði kannski verið í vandræðum með að svara spurningu af þessu tagi, hún sé svo vitlaus. Davíð var inntur eftir því hvort ekki væri verið að gagnrýna þá ákvörðun sem tekin hefði verið í upphafi, að Ísland væri hópi ríkja sem styddu innrásina í Írak. Davíð svaraði því svo að Íslendingar væru ekki í neinum sérstökum hópi, sú pólitíska ákvörðun hafi verið tekin að það kæmi til greina að fylgja eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna ef Saddam Hussein léti ekki skipast. Þessa ákvörðun hafi þrír fjórðu hlutar NATO-ríkjanna líka tekið og því hafi Ísland ekki verið í undarlegum hópi. Ályktanirnar hafi ekki verið innantómar hótanir og Sameinuðu þjóðirnar og hinn frjálsi heimur hafi meint þetta. Davíð sagði enn fremur að umræðan væri undarleg. Rætt væri um að Íslendingar væru á einhverjum lista sem sæi um sprengingar í Írak og því miður hafi fréttamenn tekið þátt í þessum undarlega leik stjórnarandstöðunnar. Það sýndi að þeir væru ekki á mjög háu plani. Misvísandi upplýsingar hafa borist um það hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur í utanríkismálanefnd Alþingis. Formaður Framsóknarflokksins hefur staðhæft að svo hafi verið, ólíkt Jónínu Bjartmarz, fulltrúa flokksins í nefndinni. Davíð segir að hugsanlega geti menn sagt að formlega hafi málið ekki komið fyrir utanríkismálanefnd. Það sé umræða af sama meiði sem hann velti fyrir sér hvort hann eigi að taka þátt í. Stefna allra fulltrúa í utanríkismálanefnd hafi legið fyrir. Stjórnarflokkarnir hafi stutt að hótunum um valdbeitingu gagnvart Saddam Hussein kynni að þurfa að fylgja eftir. Það hafi legið fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hafi verið á móti valdbeitingu en enginn hafi vitað hvaða afstöðu Samfylkingin hefði haft í þessu máli eða öðrum. Það hefði engu breytt þótt formlegur fundur hefði verið haldinn í nefndinni. Um pólitíska yfirlýsingu hafi verið að ræða og þeir sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar séu þeir sem hafi gefið hana samkvæmt íslenskri stjórnskipan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira