Mikilvægt að greiðslan eldist vel 16. mars 2005 00:01 Þórdís segir flestar brúðir safna hári fyrir giftinguna og bendir á að það sé nauðsynlegt til að hægt sé að leika sér aðeins með hárið. "Greiðsla í síðu eða hálfsíðu hári eldist miklu betur og er brúðarlegri heldur en þegar verið er að lyfta stuttu hári upp," segir hún. Ekki telur hún hægt að tala um tísku í brúðargreiðslum enda eigi greiðslan að vera klassísk. "Hárgreiðslufólkið verður að vinna úr því sem er vinsælast á hverjum tíma en í þannig form að greiðslan sé sígild. Fólk verður að geta horft á brúðkaupsmyndina alla tíð án þess að andvarpa yfir hallærislegu hári," bendir hún á. Hún er beðin að lýsa stuttlega því sem vinsælast sé á þessu vori. "Þetta fer auðvitað eftir andlitsfalli og hári brúðarinnar en stórir liðir og hálfuppsett hár fer flestum vel," segir hún og heldur áfram: "Svo eru sumar brúðir með slör og aðrar ekki við giftinguna og oft verður að gera ráð fyrir að þær taki af sér slörið í veislunni án þess að greiðslan fari í vaskinn." Þórdís segir verð fyrir brúðargreiðslu vera um 7 til 8 þúsund og inni í því sé prufugreiðsla. "Það er mikilvægt að búið sé að ákveða fyrir fram hvernig hárið eigi að vera svo ekki þurfi að finna greiðsluna á stóra daginn," bendir hún á og að lokum er hún spurð hvernig skraut fari best í brúðarhári. "Mér finnst alltaf fallegt að nota einhver pínulítil blóm úr brúðarvendinum og búa til pínulitlar skreytingar úr rósablöðum með. En nett kóróna eða lítið perluskraut er líka vel við hæfi."Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Þórdís segir flestar brúðir safna hári fyrir giftinguna og bendir á að það sé nauðsynlegt til að hægt sé að leika sér aðeins með hárið. "Greiðsla í síðu eða hálfsíðu hári eldist miklu betur og er brúðarlegri heldur en þegar verið er að lyfta stuttu hári upp," segir hún. Ekki telur hún hægt að tala um tísku í brúðargreiðslum enda eigi greiðslan að vera klassísk. "Hárgreiðslufólkið verður að vinna úr því sem er vinsælast á hverjum tíma en í þannig form að greiðslan sé sígild. Fólk verður að geta horft á brúðkaupsmyndina alla tíð án þess að andvarpa yfir hallærislegu hári," bendir hún á. Hún er beðin að lýsa stuttlega því sem vinsælast sé á þessu vori. "Þetta fer auðvitað eftir andlitsfalli og hári brúðarinnar en stórir liðir og hálfuppsett hár fer flestum vel," segir hún og heldur áfram: "Svo eru sumar brúðir með slör og aðrar ekki við giftinguna og oft verður að gera ráð fyrir að þær taki af sér slörið í veislunni án þess að greiðslan fari í vaskinn." Þórdís segir verð fyrir brúðargreiðslu vera um 7 til 8 þúsund og inni í því sé prufugreiðsla. "Það er mikilvægt að búið sé að ákveða fyrir fram hvernig hárið eigi að vera svo ekki þurfi að finna greiðsluna á stóra daginn," bendir hún á og að lokum er hún spurð hvernig skraut fari best í brúðarhári. "Mér finnst alltaf fallegt að nota einhver pínulítil blóm úr brúðarvendinum og búa til pínulitlar skreytingar úr rósablöðum með. En nett kóróna eða lítið perluskraut er líka vel við hæfi."Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira