Þiggja eftirlaun í fullu starfi 19. janúar 2005 00:01 Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á sínum tíma. Allir flokkar á þingi stóðu að gerð frumvarpsins en þegar hávær mótmælaalda reis í þjóðfélaginu dró stjórnaandstaðan sig til baka. Bar því við að stjórnarflokkarnir hefðu reynst ófáanlegir til að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Þuríður Bachman, fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd, dró stuðning sinn við frumvarpið til baka, Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum gerði slíkt hið sama en Guðmundur Árni Stefánsson var eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem samþykkti frumvarpið. Páll Magnússon Framsóknarflokki sagði þá að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi einfaldlega guggnað þegar „nokkrir verkalýðsforingjar úti í bæ“ hótuðu úrsögn úr flokknum. Svo hafi þingheimur fylgst með því þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kom í hús og hundskammaði hvern þingmann flokksins á fætur öðrum úti í horni. Nú eru afleiðingar þessa frumvarps að koma í ljós að hluta. Á síðasti ári fengu sjö ráðherrar greidd eftirlaun, samtals sautján milljónir, en eru engu að síður í fullu starfi hjá ríkinu. Listi þessara fyrrverandi ráðherra hefur ekki fengist en þeir sem koma til greina eru ekki ýkja margir. Þegar hafa verið tilteknir Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson en við nánari skoðun kemur Kjartan ekki til greina þar sem hann var ekki ráðherra nema í tvö ár. Þeir sex sem koma til greina samkvæmt skoðun fréttastofu Stöðvar 2 eru: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, en samkvæmt lögum um eftirlaun getur hann fengið 352 þúsund í viðbót við forstjóralaun sín samkvæmt útreikningum fréttastofu. Guðmundur Bjarnason á, miðað við tuttugu ár á þingi og átta ár á ráðherrastól, rétt á 309 þúsundum ofan á sín laun sem forstjóri Íbúðarlánasjóðs. Jón Sigurðsson þiggur sín laun hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og getur bætt 185 þúsund krónum frá íslenska ríkinu ofan á þau. Og fyrrnefndir Svavar Gestsson, sem á rétt á 273 þúsundum ofan á sendiherralaun sem eru um milljón á mánuði, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem á rétt á 388 þúsundum ofan á sín ríflegu sendiherralaun. Þorsteinn Pálsson sendiherra er 58 ára í ár en á nú þegar rétt á 189 þúsund króna eftirlaunum vegna ellefu ára setu á ráðherrastól. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á sínum tíma. Allir flokkar á þingi stóðu að gerð frumvarpsins en þegar hávær mótmælaalda reis í þjóðfélaginu dró stjórnaandstaðan sig til baka. Bar því við að stjórnarflokkarnir hefðu reynst ófáanlegir til að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Þuríður Bachman, fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd, dró stuðning sinn við frumvarpið til baka, Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum gerði slíkt hið sama en Guðmundur Árni Stefánsson var eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem samþykkti frumvarpið. Páll Magnússon Framsóknarflokki sagði þá að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi einfaldlega guggnað þegar „nokkrir verkalýðsforingjar úti í bæ“ hótuðu úrsögn úr flokknum. Svo hafi þingheimur fylgst með því þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kom í hús og hundskammaði hvern þingmann flokksins á fætur öðrum úti í horni. Nú eru afleiðingar þessa frumvarps að koma í ljós að hluta. Á síðasti ári fengu sjö ráðherrar greidd eftirlaun, samtals sautján milljónir, en eru engu að síður í fullu starfi hjá ríkinu. Listi þessara fyrrverandi ráðherra hefur ekki fengist en þeir sem koma til greina eru ekki ýkja margir. Þegar hafa verið tilteknir Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson en við nánari skoðun kemur Kjartan ekki til greina þar sem hann var ekki ráðherra nema í tvö ár. Þeir sex sem koma til greina samkvæmt skoðun fréttastofu Stöðvar 2 eru: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, en samkvæmt lögum um eftirlaun getur hann fengið 352 þúsund í viðbót við forstjóralaun sín samkvæmt útreikningum fréttastofu. Guðmundur Bjarnason á, miðað við tuttugu ár á þingi og átta ár á ráðherrastól, rétt á 309 þúsundum ofan á sín laun sem forstjóri Íbúðarlánasjóðs. Jón Sigurðsson þiggur sín laun hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og getur bætt 185 þúsund krónum frá íslenska ríkinu ofan á þau. Og fyrrnefndir Svavar Gestsson, sem á rétt á 273 þúsundum ofan á sendiherralaun sem eru um milljón á mánuði, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem á rétt á 388 þúsundum ofan á sín ríflegu sendiherralaun. Þorsteinn Pálsson sendiherra er 58 ára í ár en á nú þegar rétt á 189 þúsund króna eftirlaunum vegna ellefu ára setu á ráðherrastól.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira