Sport

Bullard í viðræðum við Fulham

Jimmy Bullard er að öllum líkindum að ganga til liðs við Heiðar Helguson og félaga í Fulham
Jimmy Bullard er að öllum líkindum að ganga til liðs við Heiðar Helguson og félaga í Fulham NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Jimmy Bullard hjá nýliðum Wigan í ensku úrvalsdeildinni er í viðræðum við Fulham um að ganga hugsanlega til liðs við Lundúnaliðið í sumar. Bullard er með ákvæði í samningi sínum við Wigan um að honum sé frjálst að fara frá félaginu ef ákveðin upphæð er boðin í hann og nú virðist sem Fulham sé tilbúið að greiða þessa óuppgefnu upphæð.

"Jimmy er í viðræðum við Fulham og ég verð að segja að ég verð mjög vonsvikinn ef við missum hann. Þegar hann kom hingað á sínum tíma, vildi umboðsmaður hans endilega hafa þetta ákvæði í samningi hans og við gátum ekki fengið hann öðruvísi, svo við verðum líklega að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Jimmy er bara að hugsa um hagsmuni fjölskyldu sinnar," sagði Paul Jewell, stjóri Wigan.

Bullard gekk í raðir Wigan frá Peterborough á sínum tíma fyrir aðeins 275.00 pund og hefur skorað 4 mörk í 42 leikjum fyrir Wigan á leiktíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×