Sport

Versta útreið mín á ferlinum

Steve Bruce gengur hér brúnaþungur af velli í gærkvöld, en hann þurfti að horfa upp á lið sitt gera hver mistökin á fætur öðrum
Steve Bruce gengur hér brúnaþungur af velli í gærkvöld, en hann þurfti að horfa upp á lið sitt gera hver mistökin á fætur öðrum NordicPhotos/GettyImages

Steve Bruce segir að útreiðin sem hans menn í Birmingham fengu í 7-0 tapinu fyrir Liverpool í enska bikarnum í gærkvöldi, hafi verið versti skellur sem hann hafi fengið á 25 ára ferli sínum sem leikmaður og þjálfari. Hann tekur þó fram að hann ætli sér alls ekki að segja af sér sem knattspyrnustjóri Birmingham.

"Stundum sparkar knattspyrnan þig í andlitið og sú var sannarlega raunin í gær. Ég veit að menn eiga eftir að spyrja sig spurninga eftir þessa útreið í gær, en ég hef fulla trú á því að ég sé rétti maðurinn til að bjarga liðinu frá falli úr úrvalsdeildinni. Ég er þrautseigur maður og það á líka sannarlega eftir að reyna á það í vor," sagði Bruce og bætti við að leikurinn í gær hafi einfaldlega verið leikur fullorðinna manna við litla drengi - slíkir hafi yfirburðir Liverpool verið í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×