Meistarar Barcelona náðu í gær 14 stiga forystu í úrvalsdeildinni spænsku þegar liðið lagði Getafe 3-1 á heimavelli sínum Nou Camp. Barca lenti undir í leiknum, en jafnaði með sjálfsmarki í fyrri hálfleik og það var svo Kamerúninn skæði Samuel Eto´o sem kláraði leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleiknum.
