Sport

Solano óttast Chelsea

Það er orðið ansi langt síðan Newcastle náði að gera svo mikið sem að skora mark á Stamford Bridge - hvað þá að vinna sigur
Það er orðið ansi langt síðan Newcastle náði að gera svo mikið sem að skora mark á Stamford Bridge - hvað þá að vinna sigur NordicPhotos/GettyImages

Chelsea tekur á móti Newcastle í átta liða úrslitum enska bikarsins í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:35. Nolberto Solano, leikmaður Newcastle, óttast að leikmenn Chelsea muni mæta til leiks eins og öskrandi ljón eftir tapið gegn Fulham í deildinni um helgina.

Newcastle hefur ekki unnið á Stamford Bridge í 20 ár, en Glenn Roader stjóri Newcastle, var einmitt í liðinu í nóvember árið 1986 þegar það gerðist síðast.

"Við vitum sannarlega við hverju við eigum að búast frá liði Chelsea í kvöld, ekki síst frá stjóra þeirra. Fulham sýndi að það er vissulega hægt að leggja Chelsea - en sá leikur gerir það bara að verkum að við eigum ennþá erfiðara verkefni fyrir höndum. Chelsea tapar sjaldan tveimur leikjum í röð, en það er okkar að sjá til þess að það gerist. Við verðum að spila vel saman sem lið og megum ekki leyfa þeim að stjórna hraðanum," sagði Solano.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×