Enski boltinn

Ferguson ánægður með breiddina

Alex Ferguson segir það af og frá að leikmannahópur Manchester United sé of þunnskipaður.
Alex Ferguson segir það af og frá að leikmannahópur Manchester United sé of þunnskipaður. MYND/Getty

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., kveðst mjög ánægður með þá breidd sem leikmannahópur liðs síns býr yfir þessa stundina. Einhverjar efasemdir hafa verið uppi um möguleika Ferguson ef einhverjir af hans mikilvægustu leikmönnum myndu lenda í meiðslum, en stjórinn segir sjálfur að hægt sé að leysa alla af hólmi.

"Það fer mikið í taugarnar á mér þegar fólk segir að við séum með mjög gott lið, en fyrir utan byrjunarliðið sé ekki mikið varið í leikmennina. Ég lít á slíkan hugsunarhátt sem móðgun við leikmennina sem eru sífellt að berjast fyrir sæti í liðinu og einnig við mig - það er ekki eins og ég hafi ekki lagt mig allan fram til að finna leikmenn sem henta mínu liði og geta staðið sig vel þegar kemur að því að leysa af lykilmenn," sagði Ferguson við The Sun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×