Enski boltinn

Jewell: Ronaldo er stórkostlegur

Cristiano Ronaldo hefur líklega aldrei spilað eins vel á ferlinum og nú.
Cristiano Ronaldo hefur líklega aldrei spilað eins vel á ferlinum og nú. MYND/Getty

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var fullur lotningar í garð Cristiano Ronaldo og lið hans Manchester United eftir leik liðanna í dag. Jewell sagði Ronaldo vera stórkostlegan leikmann og Man. Utd. vera lið sem spilar magnaða knattspyrnu.

"Þeir voru betri en við á öllum sviðum fótboltans í dag," viðurkenndi Jewell eftir leikinn. "Þeir eru með frábært lið sem spilar magnaða knattspyrnu," bætti hann við.

Aðspurður um þátt Portúgalans Cristiano Ronaldo, sem kom inn á í hálfleik og hafði skorað tvö mörk rúmum fimm mínútum síðar, sagði Jewell: "Hann er líka stórkostlegur, fljótur og gríðarlega flinkur fótboltamaður. Hann breytti leiknum og fékk áhorfendurna á sitt band."

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., tók undir ummæli Jewell. "Ég hafði á tilfinningunni að hann myndi breyta leiknum. Andrúmsloftið á vellinum breyttist til batnaðar um leið og hann var kominn inn á. Hann er í ótrúlegu formi þessar vikurnar," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×