Enski boltinn

Peningakast til rannsóknar

Claus Jensen
Claus Jensen NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham hafa fengið lögreglu að komast að því hver var að verki um helgina þegar smápeningi var kastað í höfuð Claus Jensen, leikmanns Fulham, í leik gegn Everton á laugardaginn. Svipað atvik átti sér stað í leik West Ham og Arsenal.

Chris Coleman, stjóri Fulham, kallaði þann sem kastaði peningnum bleyðu og sagði að svona menn yrðu að finnast og ætti helst að vera kastað í steininn. Forráðamenn Everton hafa einnig fordæmt atvikið og segjast muni veita sinn stuðning í rannsókn málsins.

Robin Van Persie, leikmaður Arsenal, fékk einnig smápening í höfuðið á leik West Ham og Arsenal, en þar hefur hinn seki enn ekki fundist heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×