Menning

Góðir gestir

Fjöllistahópurinn Red Sky Skemmtir í Smáralind í dag.
Fjöllistahópurinn Red Sky Skemmtir í Smáralind í dag.

Fjölskylduhátíð verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind í tilefni af Kanadískri menningarhátíð í Kópavogi sem hófst 14. október og lýkur á morgun.

Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar slær upptaktinn að dagskránni, en síðan taka við fjölbreytt skemmtiatriði. Ronja ræningjadóttir skemmtir yngstu kynslóðinni, Skólakór Kársness og Kór Snælandsskóla syngja. Fjöllistahópurinn Red Sky sýnir listir sínar og barkasöngvararnir Tracy Brown og Kendra Tagoona koma fram. Systurnar Greta Mjöll og Hólmfríður Ósk Samúelsdætur flytja nokkur lög.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.