Innlent

Ný umferðarljós á næstunni

 Framkvæmdir standa nú yfir vegna miðlægrar stýringar umferðarljósa í Reykjavík og er það samvinnverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðar­innar. Skipta þarf út eða uppfæra stýribúnað umferðarljósa á rúmlega 30 gatnamótum og fyrir vikið hefur eldri samhæfingu ljósanna verið ábótavant undanfarið, til dæmis á Suðurlandsbraut.

Með nýja kerfinu verður auðveldara að breyta stillingu umferðar­ljósa eftir tíma dags og umferðarþunga. Nýja stjórnkerfið verður tengt í haust og stillingum umferðarljósa verður stýrt miðlægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×