Innlent

Skemmdarverk í Sólbrekkuskógi

Leifar Kamarsins Útikamarinn í Sólbrekkuskógi var brenndur til kaldra kola um helgina.
Leifar Kamarsins Útikamarinn í Sólbrekkuskógi var brenndur til kaldra kola um helgina. Mynd/Víkurfréttir

Fólk sem hafði verið með gleðskap í Sólbrekkuskógi við Seltjörn skildi eftir sig sviðna jörð og var aðkoman ekki fögur þegar umsjónarmenn útivistarsvæðisins sneru aftur til vinnu í gærmorgun. Margvísleg spjöll höfðu verið unnin á eignum og gróðri.

Útikamar á svæðinu hafði verið brenndur til kaldra kola og litaklessur úr litboltabyssum voru á skiltum og víðar. Varðeldur hafði verið skilinn eftir án tiltektar og leifar flugelda voru á víð og dreif. Ekki er vitað hverjir voru á ferð, en þeir skildu eftir sig nokkur verksummerki og lögregla hefur verið látin vita um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×