Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar karla í handknattleik þegar liðið lagði Fylkir í rafmögnuðum og tvíframlengdum leik í Árbænum 36-35. Haukarnir unnu því einvígið samtals 2-0. Andri Stefan var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Jón Karl Björnsson skoraði 8 en hjá Fylki voru Eymar Kruger og Heimir Örn Árnason markahæstir með 8 mörk hvor.
