Actavis hækkar yfirtökutilboð sitt í Pliva 1. september 2006 00:01 Róbert Wessmann, forstjóri actavis. Róbert segir samlegðuáhrif Actavis og Pliva meiri en Barr og Pliva. Actavis er í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár í fyrirtækinu. MYND/ valli Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um 10 prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorgun skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharmaceuticals sem líka vill kaupa Pliva ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref. Fyrra tilboð Actavis hljóðaði upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadali eða um 175 milljarða íslenskra króna og hefur fjármálaeftirlit Króatíu staðfest nýtt tilboð Actavis, sem er 7 prósentum hærra en tilboð bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Barr í Pliva. Fjármögnun vegna tilboðsins er að fullu lokið en að baki henni standa alþjóðlegu viðskiptabankarnir JP Morgan, HSBC og UBS, auk íslensku bankanna Glitnis og Landsbanka Íslands. Þá hefur Actavis fengið samþykki hluthafa fyrir útgáfu nýs hlutafjár sem nemur allt að 300 milljón hlutum í Actavis í tengslum við kaupin. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir fyrirtækið í góðri stöðu því samlegðuáhrif af samruna Actavis og Pliva séu allt að helmingi meiri en Barr geri ráð fyrir. Þó eigi eftir að sjá hvort Barr sé tilbúið til að hækka tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið. "Það gæti gerst að Barr vilji borga meira fyrir félagið en eðlilegt er. Þá munum við skoða það," segir hann. Að sögn Róberts verða yfirtökur á borð við þessa að standa undir kaupverðinu svo þau skili sér aftur í aukinni arðsemi fyrir hluthafa fyrirtækjanna. "Þetta snýst í raun ekki um það hver er með stærsta vasann heldur hvað sé raunhæft að bjóða í svona félag," segir hann. Hækki Barr tilboð sitt geti svo farið að Actavis selji bréf sín eða haldi þeim og "geri Barr lífið leitt," sé gripið til orða Róberts enda sé félagið í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár. Barr á hins vegar enga hluti í króatíska lyfjafyrirtækinu. Barr sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að félagið muni taka ákvörðun um næstu skref eigi síðar en á föstudag í næstu viku Gengi bréfa í Pliva hækkaði um 5 prósent á markaði í Krótíu í kjölfar hærra tilboðs frá Actavis og fór í 820 kúnur á hlut. Fréttastofa Reuters hefur eftir greiningaraðila við Hypo Alpe-Adria banka í Króatíu að tilboð Actavis komi ekki á óvart. Telji greiningardeild bankans miklar líkur á að Barr bregðist við innan skamms og geti svo farið að lokagengi bréfa í Pliva fari yfir 850 kúnur á hlut. Viðskipti Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Sjá meira
Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um 10 prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorgun skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharmaceuticals sem líka vill kaupa Pliva ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref. Fyrra tilboð Actavis hljóðaði upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadali eða um 175 milljarða íslenskra króna og hefur fjármálaeftirlit Króatíu staðfest nýtt tilboð Actavis, sem er 7 prósentum hærra en tilboð bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Barr í Pliva. Fjármögnun vegna tilboðsins er að fullu lokið en að baki henni standa alþjóðlegu viðskiptabankarnir JP Morgan, HSBC og UBS, auk íslensku bankanna Glitnis og Landsbanka Íslands. Þá hefur Actavis fengið samþykki hluthafa fyrir útgáfu nýs hlutafjár sem nemur allt að 300 milljón hlutum í Actavis í tengslum við kaupin. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir fyrirtækið í góðri stöðu því samlegðuáhrif af samruna Actavis og Pliva séu allt að helmingi meiri en Barr geri ráð fyrir. Þó eigi eftir að sjá hvort Barr sé tilbúið til að hækka tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið. "Það gæti gerst að Barr vilji borga meira fyrir félagið en eðlilegt er. Þá munum við skoða það," segir hann. Að sögn Róberts verða yfirtökur á borð við þessa að standa undir kaupverðinu svo þau skili sér aftur í aukinni arðsemi fyrir hluthafa fyrirtækjanna. "Þetta snýst í raun ekki um það hver er með stærsta vasann heldur hvað sé raunhæft að bjóða í svona félag," segir hann. Hækki Barr tilboð sitt geti svo farið að Actavis selji bréf sín eða haldi þeim og "geri Barr lífið leitt," sé gripið til orða Róberts enda sé félagið í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár. Barr á hins vegar enga hluti í króatíska lyfjafyrirtækinu. Barr sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að félagið muni taka ákvörðun um næstu skref eigi síðar en á föstudag í næstu viku Gengi bréfa í Pliva hækkaði um 5 prósent á markaði í Krótíu í kjölfar hærra tilboðs frá Actavis og fór í 820 kúnur á hlut. Fréttastofa Reuters hefur eftir greiningaraðila við Hypo Alpe-Adria banka í Króatíu að tilboð Actavis komi ekki á óvart. Telji greiningardeild bankans miklar líkur á að Barr bregðist við innan skamms og geti svo farið að lokagengi bréfa í Pliva fari yfir 850 kúnur á hlut.
Viðskipti Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Sjá meira