Viðskipti innlent

Spá talsverðri lækkun á verðbólgu

Glitnir spáir minnkandi verðbólgu
Lækkandi eldsneytisverð er eitt af því sem stuðlar að minnkandi verðbólgu.
Glitnir spáir minnkandi verðbólgu Lækkandi eldsneytisverð er eitt af því sem stuðlar að minnkandi verðbólgu.

Útlit er fyrir 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs milli ágúst og september og allt bendir til þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki og muni minnka á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í endurskoðaðri verðbólguspá Greiningardeildar Glitnis.

Í Morgunkorni Glitnis segir að eldsneytisverð hafi lækkað að undanförnu og geti lækkað frekar á næstu dögum í ljósi gengishækkunar krónunnar og lækkunar á heimsmarkaðsverði. Útsölur séu nú að ganga til baka en reiknað er með minni áhrifum á vísitöluna en í fyrra. Tiltæk gögn bendi hins vegar til þess að íbúðakostnaður muni reynast hærri en í síðasta mánuði.

Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs þann 12. september. Gangi spá Greiningardeildar Glitnis eftir mun verðbólga lækka talsvert, úr 8,6 prósentum í 7,8 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×